Ófjárhagsleg upplýsingagjöf

VÍS birtir ESG staðla í fyrsta sinn

VÍS tekur nú þátt í prufuverkefni á vegum Nasdaq á Norðulöndum og í Eystrasaltsríkjum um ófjárhagslega upplýsingagjöf. Verkefninu er ætlað aðstoða skráð félög við að taka fyrstu skref í átt að bættum vinnubrögðum í ófjárhagslegri upplýsingagjöf og samfélagslegri ábyrgð.

Lesa má nánar um verkefnið hér:

http://business.nasdaq.com/esg-guide/

VÍS birtir nú 30 ESG staðla í fyrsta sinn. Stöðlunum er skipt í þrjá flokka. E, fyrir umhverfisþætti, S, fyrir samfélagslega þætti og G fyrir stjórnarhætti.

 

Environmental (E)

Flokkur
Niðurstöður
Eining
E1
Heildarútblástur (beinn og óbeinn) af orkunotkun árið 2017
Sjá nánar
tCO2
71,0
Heildarútblástur gróðurhúsaloftegunda frá rekstri VÍS fyrir árið 2017 er 71 tonn koltvísýrings ígildi og er eldsneytsnotkun um 56% af þeirri heild. Útblástur vegna hitunar höfuðstöðva VÍS telur svo 19.6 tonn koltvísýrings ígildi, eða 31% af kolefnisspori fyrir-tækisins.
E2
Útblástur sem hlutall af hagnaði
Sjá nánar
kg-CO2/mISK
53,6
Hér er hlutallið kg-CO2e/mISK reiknað. Miðað við hagnað ársins 2017 má sjá að fyrir hverja miljón af hagnaði VÍS, var 53,6 kg koltvísýrings ígildi blásið í andrúmslofið.
E3
Heildar orkunotkun
Sjá nánar
MWh
12399
Orkunotkun VÍS, sé reiknað með allri notkun bensíns, dísil, heits vatns og rafmagns er 12,4 GWst. Þorri þeirrar orku var notaður við hitun höfuðstöðva VÍS í Reykjavík.
E4(a)
Orkunotkun á hvern starfsmann
Sjá nánar
MWh/stm
62,0
Sé orkunotkun VÍS deilt niður á starfsmenn, má sjá að 62 MWst eru nýtar á hvern starfsmann yfr árið 2017. Hér er gert ráð fyrir 200 starfsmönnum.
E4(b)
Orkunotkun sem hlutall af hagnaði
Sjá nánar
MWh/mISK
9,35
Sé Orkunotkuninni deilt niður á hagnað VÍS, má sjá að nýtar voru 9,35 MWst per mISK. Árið 2016 notaði VÍS 8,5 MWst á hverja milljón kr af hagnaði.
E5
Hlutall orkugjafa
Sjá nánar
Sé litð til hlutalls orkugjafa má sjá að endurnýjanlegir orkugjafar telja 98,6% og jarðefnaeldsneyti 1,4%. Endurnýjanlegir orkugjafar í formi vatnsafls og jarðvarma sjá VÍS fyrir hitun og rafmagni, en jarðefnaeldsneytð sér faratækjum á vegum VÍS fyrir orku. Hér er notast við rauntölur frá útblæstri íslenskra virkjana og hlutall uppruna frá Orkustofnun. Ekki er notast við svokallað upprunavottorð.
E6
- Hlutall endurnýjanlegra orkugjafa per hverja nýtta einingu af jarðefnaeldsneyti
Sjá nánar
-
71,7
Í þessum lið er hlutall endurnýjanlegra orkugjafa á móti jarðefnaeldsneyti skoðað. Hér má sjá að stuðullinn (endurnýjanlegir orkugjafar / óendurnýjanlegir orkugjafar) er 71,7. Þýðir þeta að VÍS notar 71,7 sinnum meira af endurnýjanlegum orkugjöfum en óendurnýjanlegum, sé miðað við nýttar orkueiningar.
E7
Vatnsnotkun í rúmmetrum (kalt og heit)
Sjá nánar
m3
44.119
Heildar vatnsnotkun VÍS fyrir árið 2017 er 44.119 m3. Hér er bæði litið til notkunar á heitu og köldu vatni. Heitt vatn telur hér 93% og ræður hitun höfuðstöðva VÍS þar mestu um.
E8
Umhverfsstefna
Sjá nánar
VÍS hefur mótað og samþykkt umhverfsstefnu félagsins. Hún hefur verið birt á vef VÍS, vis.is/vis/samfelagsabyrgd/umhverf/
E9
Áhættustýring vegna lofslagsbreytinga
Sjá nánar
Nei
VÍS hefur ekki hafið vinnu við áhættustýringu sérstaklega vegna lofslagsbreytinga árið 2017.
E10
Fjárfestingar til að draga úr áhrifum lofslagsbreytinga
Sjá nánar
mISK
0,0
VÍS hefur ekki ráðist í fjárfestingar með því sjónarmiði að draga úr áhrifum lofslagsbreytnga árið 2017

Corporate Governance (G)

Flokkur
Niðurstöður
Eining
G1
Kynjahlutall stjórnar
Sjá nánar
%
50/50
Í stjórn VÍS sitja tveir karlar og tvær konur. Hlutfallið er 50% / 50%
G2
Hæði stjórnar
Sjá nánar
%
0
Allir stjórnarmenn eru skilgreindir óháðir félaginu.
G3
Kaupaukar
Sjá nánar
Nei
Í þessum lið er það metið hvort stjórnarmenn VÍS fái umbun byggða á ESG frammistöðu. Ekkert slíkt kerfi er við lýði
G4
Starfsmenn í verkalýðsfélögum
Sjá nánar
%
91
Í þessum lið er til skoðunar hversu stórt hlutfall starfsmanna VÍS er í verkalýðsfélögum. Í árslok 2017 voru alls 206 fastráðnir starfs-menn hjá félaginu. 187 starfsmenn greiddu í verkalýðsfélög. Það er 91% starfsmanna.
G5
Birgjamat
Sjá nánar
Nei
Slík stefna er ekki til hjá félaginu.
G6
Siðareglur
Sjá nánar
Í þessum lið er til skoðunar hvort VÍS eigi og fari eftir siðareglum og reglum gegn spillingu. VÍS hefur samið og samþykkt siðasátt-mála. vis.is/media/1542/sidasattmali-vis.pdf
G7
Gagnaöryggi
Sjá nánar
Nei
Stefna um gagnaöryggi og persónuvernd er í smíðum og verður birt á árinu 2018. VÍS hefur samþykkta stefnu um upplýsingaöryggi en hún hefur ekki verið birt opinberlega.
G8
Skýrsla um sjálfbærni
Sjá nánar
Nei
VÍS birtir ekki slíka skýrslu.
G9
Afending upplýsinga um sjálfbærni
Sjá nánar
Nei
VÍS afhendir ekki slíkar upplýsingar.
G10
ESG vottun (E/S/G)
Sjá nánar
-
Já/Nei/Nei
Í þessum lið er til skoðunar hvort utanaðkomandi aðilar votti þær upplýsingar sem veittar eru í þessari skýrslu. S-kafli og G-kafli voru unnir af starfsmönnum VÍS og hafa ekki verið vottaðir. E-kafli skýrslunnar var unninn af ráðgjöfum frá Circular Solutions og er það mat þeirra að niðurstöður þeirra gefi greinargóða mynd af umhverfisáhrifum af rekstri VÍS.

Social (S)

Flokkur
Niðurstöður
Eining
S1
Laun forstjóra í hlutalli við miðgildi laun
Sjá nánar
%
17
Í þessum lið er miðgildi launa allra starfsmanna VÍS miðað við fullt starf skoðuð í hlutfalli við laun forstjóra VÍS. Laun forstjóra VÍS eru 3.827.903 á mánuði. Miðgildi mánaðarlauna annarra starfsmanna VÍS er 638.334. Hlutfallið er því 17%
S2(a)
Launamunur kynja (meðallaun)
Sjá nánar
%
78
Í þessum lið eru meðallaun karla og kvenna borin saman. Meðallaun karla í fullu starfi hjá VÍS er 829.383 en meðallaun kvenna eru 650.482. Meðallaun kvenna eru 78% af meðallaunum karla.
S2(b)
Launamunur kynja (miðgildi launa)
Sjá nánar
%
82
Í þessum lið er miðgildi launa karla og kvenna borin saman. Miðgildi launa karla í fullu starfi hjá VÍS er 701.787 en miðgildi launa kvenna í fullu starfi hjá VÍS er 572.138. Miðgildi launa kvenna er 82% af miðgildi launa karla. Þessi mælikvarði tekur ekki tillit verðmæti starfa. Launamunur kynjanna mældist 2,4% í lok árs 2017 þegar tekið er tillit til verð-mæti starfs.
S3
Starfsmannavelta (heildar/raun
Sjá nánar
%
13,8/5,6
Á árinu 2017 voru 203 starfsmenn við störf að meðaltali hjá VÍS. Sautján starfsmenn létu sjálfir af störfum og níu starfsmönnum var sagt upp störfum. Heildarstarfsmannavelta var því 13,8% en raunstarfsmannavelta var 5,6%.
S4
Kynjahlutöll í stjórnunarstöðum. Karlar / Konur (framkvæmdastjórn/stjórnendateymi
Sjá nánar
%
50/50 / 67/33
Í þessum lið eru hlutföll kynja í stjórnunarstöðum (framkvæmdastjórn, stjórnendateymi) hjá VÍS tekin til skoðunar. Í framkvæmdastjórn VÍS eru þrír karlar og þrjár konur. Hlutfallið er jafnt. Í hópi forstöðumanna VÍS eru 11 karlar og 7 konur. Hlutfallið er því 61% karla og 39% kvenna. Í lok árs var heildarkynjahlutfall starfsmanna 47% konur og 53% karlar.
S5
Hlutafall fastráðinna starfsmanna
Sjá nánar
%
98,5
Hjá VÍS voru 98,5% starfsmanna fastráðnir við árslok 2017. Þeir sem ekki voru fastráðnir voru ýmist á reynsluráðningu eða í hlutastarfi með námi. 29 verktakar voru starfandi hjá félaginu á þeim tíma. 14 söluverktakar og 15 þjónustuaðilar sem starfa sem umboðsmenn á landbyggðinni.
S6
Jafnrétti
Sjá nánar
Í Jafnréttisáætlun eru sett fram mælanleg markmið í jafnréttismálum og settar eru fram tímasettar aðgerðir til að fylgja eftir settum markmiðum. Jafnréttisáætlunin er sett fram með aðgerðum undir hverri megináherslu jafnréttisstefnunnar. Á hverju ári tekur Mannauðssvið saman jafnréttisskýrslu og kynnir fyrir stjórnendum hvernig VÍS uppfyllti jafnréttisáætlun sína á árinu áður. Farið er yfir hverja megináherslu jafnréttisstefnu og jafnréttisáætlunar og þær aðgerðir og mælikvarða sem fylgja hverri megináherslu fyrir sig. Virk jafnréttis- og jafnlaunastefna þar sem skilgreindar eru leiðir að markmiðum félagsins í jafnréttismálum er því til staðar. VÍS lauk innleiðingu jafnlaunastaðals á árinu og fékk staðfesta vottun á jafnlaunakerfi félagsins. VÍS hefur verið með jafnréttisstefnu frá árinu 2002 og hefur sett sér jafnréttisáætlun. Meginmarkmið í jafnréttismálum hjá félaginu eru:
  • VÍS greiðir konum og körlum jöfn laun og sömu kjör fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.
  • VÍS er vinnustaður þar sem konur og karlar eiga jafna möguleika.
  • VÍS leggur áherslu á að konur og karlar njóti sömu tækifæra til starfsþjálfunar og fræðslu
  • VÍS er fjölskylduvænn vinnustaður þar sem starfsfólk getur samræmt vinnu og einkalíf.
  • VÍS er vinnustaður þar sem kynbundin eða kynferðisleg áreitni eða einelti líðast ekki.
S7
Slysatíðni
Sjá nánar
Fjöldi slysa
2
Á árinu slösuðust tveir starfsmann á vinnutíma. Hvorugt slysið var alvarlegt né leiddi til vinnutaps. Enginn starfsmaður slasaðist á leið til eða frá vinnu
S8
Heilsustefna
Sjá nánar
Hjá VÍS er í gildi samgöngustefna (vis.is/vis/fjolmidlatorg/frettir/2013/samgongustefna-vis/). 27 starfsmenn gerðu samgöngusamning við VÍS á grundvelli þessarar stefnu árið 2017. VÍS tekur þátt heilsuverkefnum á borð við Sidekick og Hjólað í vinnunna. VÍS býður starfsmönnum upp á reglulegar heilsufarsmælingar þeim að kostnaðarlausu og veitir starfsmönnum styrki til heilsueflingar. Boðið er upp á bólusetningar gegn inflúensu. Í gildi er einnig vinnuverndarstefna (vis.is/vis/samfelagsabyrgd/mannaudur/)
S9
Barnaþrælkun
Sjá nánar
Nei
VÍS hefur ekki mótað sér sérstaka stefnu í þessum málum.
S10
Mannréttindi
Sjá nánar
Nei
VÍS hefur ekki mótað sér sérstaka stefnu í þessum málum.