VÍS er frábær vinnustaður með sterka og öfluga liðsheild þar sem hver og einn gegnir mikilvægu hlutverki í að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu, vernd og hugarró.
Við erum samhentur hópur og samskipti okkar eru byggð á trausti, hreinskilni og virðingu. Starfsandinn einkennist af gleði og umhyggju.
Við störfum eftir gildum okkar, erum stolt af vinnustaðnum og höfum metnað til að gera sífellt betur til að ná árangri.
VÍS býður starfsfólki sínu upp á metnaðarfulla fræðsludagskrá og leggur áherslu á miðlun þekkingar milli starfsmanna og ólíkra sviða innan félagsins. Lögð er áhersla á að starfsmenn þekki vöruframboð og ferla og fjölmörg námskeið eru í haldin sem fjalla um mikilvæga þætti í kjarnastarfseminni sem og mikilvæg málefni sem tengjast lögum og regluverki því sem félagið starfar eftir. Jafnframt er boðið upp á ýmsa fræðslu sem nýtist einstaklingum bæði í einkalífi og starfi. Á árinu 2017 voru 55 fræðsluviðburðir haldnir innanhúss og hafa þeir ýmist verið í formi fyrirlestra eða fræðslu sem felur í sér verkefnavinnu auk þess að tvö nýliðanámskeið voru haldin. Fjöldi þátttakenda á skráða fræðsluviðburða voru rúmlega 1800 talsins á árinu 2017 og sótti því hver starfsmaður að meðaltali um 9 fræðsluviðburðir á árinu.
VÍS hefur hlotið samþykki fyrir lækkuðu iðgjaldi til Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks í sjötta sinn. Slíka undanþágu hljóta fyrirtæki einungis ef reglur sjóðsins eru sannarlega uppfylltar um virka menntastefnu, þar sem boðið er uppá bæði almenn og fagnámskeið, og um hlutfall fræðslukostnaðar af heildarlaunum. Við erum ákaflega stolt af þeirri viðurkenningu sem
fræðslustarf félagsins hlýtur með þessu samþykki sjóðsstjórnar Starfsmenntasjóðs. Við leggjum áherslu á að starfsemin sé í stöðugri þróun með þátttöku allra starfsmanna. Opni Háskólinn í Reykjavík starfrækir Tryggingaskólann í samstarfi við Samtök fjármálafyrirtækja þar sem nemendur ljúki námi sínu sem vottaðir vátryggingafræðingar. Markmið vottunarinnar er að samræma þær kröfur sem gerðar eru til þeirra sem starfa við vátryggingar og tryggja að þeir búi yfir nauðsynlegri þekkingu og færni í starfi. Tuttugu og fjórir starfsmenn VÍS hafa lokið vottuninni og sjö til viðbótar munu gera það vorið 2018. Það er stefna VÍS að flestir þeir starfsmenn sem starfa við tryggingar og tjón hjá félaginu ljúki þessari vottun.
VÍS leggur áherslu á jafnrétti kynjanna og að nýta til jafns styrkleika kvenna og karla þannig að hæfileikar og færni alls mannauðs félagsins njóti sín sem best. Stefna VÍS er að vera vinnustaður þar sem hver einstaklingur er metinn að verðleikum eftir hæfni og frammistöðu. Einnig að starfsfólk hafi jöfn tækifæri til þess að axla ábyrgð og sinna verkefnum óháð kyni. VÍS skuldbindur sig til að vinna að jafnréttismálum, hafa frumkvæði í þeim og sýna þannig samfélagsábyrgð. VÍS fylgir lögum, reglum og samningum sem snerta jafnréttismál og gilda á hverjum tíma.
Hjá félaginu hefur verið virk Jafnréttisstefna síðan 2002. Stefnan var uppfærð á árinu og er Jafnréttis og jafnlaunastefna aðgengileg í heild sinni á heimasíðu VÍS. VÍS hlaut staðfestingu frá BSI á Íslandi að við uppfylltum kröfur jafnlaunastaðalsins í árslok 2017.
VÍS var fulltrúi Samtaka atvinnulífsins í tilraunaverkefni um staðalinn sem hleypt var af stokkunum á Jafnréttisþingi í nóvember 2013. Ákvörðun VÍS um að innleiða staðalinn var tekin áður en jafnlaunavottun var lögfest og er ástæða þess sú að VÍS vill vera fyrirmyndarfyrirtæki þegar kemur að jafnréttismálum.
Við framkvæmum vinnustaðargreiningu meðal starfsmanna þar sem innra umhverfið, menning og stjórnun eru metin. Könnun á árinu 2017 sýndi að að ánægja starfsmanna með þá þætti mældir eru með svokölluðum kjarnaspurningum lækkaði lítillega frá fyrra ári. Upplifun starfsmanna af samvinnu innan VÍS var ein helsta áskorunin sem lesa mátti út úr síðustu könnun. Unnið hefur verið mjög markvisst með samvinnu af hálfu stjórnenda og var skipulagsbreyting framkvæmt í september 2017 sem byggir undir aukna samvinnu milli starfsmanna og þvert á svið og deildir.
Þeir þættir sem skora hæst í vinnustaðargreiningu eru samskipti við næsta yfirmann og skýrt ábyrgðarsvið. Endurgjöf á frammistöðu og umhyggja fyrir starfsmönnum eru þeir þættir sem VÍS skarar mest fram úr öðrum íslenskum fyrirtækjum. Frammistöðusamtöl eru nú framkvæmd nokkrum sinnum á ári og nýtt sem vettvangur til að veita starfsmönnum markvissa endurgjöf á mikilvæga hæfniþætti og frammistöðu. Einnig eru frammistöðusamtölin mikilvæg til þess að koma auga á styrkleika starfsmanna og starfsþróunarmöguleika.