
likes í ársbyrjun
2026
VÍS fór í tvær stórar auglýsingaherferðir á árinu. Í báðum tilvikum voru börn í aðalhlutverki og óhætt er að segja að herferðirnar hafi vakið mikla athygli.
Það eru yfir sex þúsund barnabílstólar frá VÍS í umferð víðsvegar um landið. Í þeim sitja skemmtilegustu ferðafélagarnir okkar. Við sjáum til þess að þau séu örugg og það fari vel um þau á leiðinni. Þau sjá um að halda uppi stuðinu.
Fjölskyldur um allt land vita hvernig það er að vera með unga íþróttastjörnu á heimilinu. Þegar draumurinn er að ná langt er nauðsynlegt að leggja hart að sér og æfa af kappi ... miklu kappi. Þetta er ein af mörgum ástæðum fyrir því að svona margar fjölskyldur eru með F plús fjölskyldutryggingu hjá VÍS.