Samfélagsleg ábyrgð

NASDAQ Pilot Program

VÍS ákvað á árinu að taka þátt í vinnuhópi á vegum NASDAQ en hópurinn vinnur að mótun vinnubragða við skráningu ófjárhagslegra upplýsinga sem byggja á ESG viðmiðum NASDAQ. VÍS hefur samhliða þessu unnið að því að skrásetja umhverfisleg og samfélagsleg áhrif af starfsemi VÍS og stefnir á bæta við ófjárhagslega upplýsingagjöf sína á árinu 2018.

Sjá ESG skýrslu VÍS

 


Samfélagssjóður

Eitt af lykilhlutverkum VÍS er að stuðla að öryggi í samfélaginu með öflugum forvörnum. Samfélagssjóðnum er ætlað að styðja það hlutverk og styður sjóðurinn því verkefni sem hafa forvarnarlegt gildi. 

Sjóðurinn úthlutaði um 12 milljónum í tveimur úthlutunum árið 2017. 145 beiðnir bárust. Úthlutað var styrkjum til 29 einstaklinga, félagasamtaka, stofnana og fyrirtækja.

Meðal styrkja voru

Lionsklúbbur Grindavíkur

Klippur fyrir slökkvilið

Menntadeild landsspítalans

Dúkkur til að æfa heimlich tak í endurlífgun

Ernir bifhjólaklúbbur Suðurnesja

Forvarnadagur

Lionsklúbbarnir í Skagafirði

Skynörvunarherbergi

Lögreglan í Reykjanesbæ

Límmiðar fyrir hjólaskoðun

Ferðafélag Íslands

Lýðheilsugöngur

Brunavarnir Rangárvallasýslu

Hitamyndavél

Tækniskólinn

Umferðafyrirlestrar

Heimili og skóli

Eineltishandbók

Rauði kross Íslands

Vefnámskeið í skyndihjálp

Skíðasvæði Grundarfjarðar

Öryggisvörur fyrir skíðasvæðið

KA

Einelti og íþróttir

Hestamannafélag Skagfirðings

Hjálmar

Stefna um samfélagslega ábyrgð

VÍS er traust, leiðandi og framsækið þjónustufyrirtæki sem veitir viðskiptavinum viðeigandi vátryggingavernd og stuðlar að öryggi þeirra með öflugum forvörnum. Hjá okkur snúast tryggingar um fólk. Samfélagsábyrgð VÍS byggir á sex meginstoðum;
  • forvörnum
  • samstarfsaðilum
  • reglufylgni
  • mannauði, umhverfi og samfélagi.

Forvarnir

Forvarnir eru hluti af fyrirtækjamenningu VÍS og mikilvægur hlekkur í starfsemi þess. Forvarnarstarf félagsins hefur þann tilgang að fækka slysum meðal viðskiptavina og í samfélaginu í heild. Allir starfsmenn VÍS eru forvarnafulltrúar.

Sjá nánar í kafla um forvarnir


Samstarfsaðilar

VÍS gerir kröfu um að samstarfsaðilar félagsins og birgjar hagi starfsemi sinni á samfélagslega ábyrgan hátt á sviði umhverfis- og öryggismála og mannréttinda. Þar sem starfsemi VÍS er nær öll á Íslandi er ekki talin mikil hætta á að VÍS sé viðriðið mannréttindabrot hvort heldur sem er með beinum eða óbeinum hætti.


Reglufylgni

VÍS kappkostar við að fylgja lögum og reglum í hvívetna í tengslum við starfsemi VÍS. Þannig stuðlar félagið m.a. að skilvirkni og heilbrigði allra þeirra markaða sem starfsemi þess varðar. Eitt af gildum VÍS er fagmennska og til þess er einnig horft þar sem lögum og reglum sleppir. Starfsfólk félagsins þiggur því ekki fríðindi sem stuðlað geta að hagsmunaárekstrum og spillingu í ákvarðanatöku.

 

MANNAUÐUR

Stjórnendur leggja áherslu á að VÍS sé eftirsóttur vinnustaður þar sem starfsfólki eru falin störf við hæfi þannig að hæfileikar þess og styrkleikar fái notið sín við áhugaverð og krefjandi verkefni. Sjá nánar í kafla um mannauð