Framkvæmdastjórn

„Að geta tekist á við breytingar er lykill að góðum árangri“

Helgi Bjarnason

Forstjóri
Helgi er með B.S. í stærðfræði frá Háskóla Íslands og M.S. í tryggingastærðfræði frá Háskólanum í Kaupmannahöfn. Hann tók við starfi forstjóra í júlí 2017
„Í 100 ára gömlu tryggingafélagi býr gríðarlega mikil reynsla. Á henni viljum við byggja.“

Valgeir M. Baldursson

FRAMKVÆMDASTJÓRI FJÁRFESTINGA OG REKSTURS
Valgeir M. Baldursson var forstjóri Skeljungs frá 2014. Hann lærði viðskipta- og stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.
„Viðskiptavinir okkar eru vanir því að eiga í viðskiptum á netinu, bara ekki við tryggingafélagið sitt. Því ætlum við að breyta.“

Guðný Helga Herbertsdóttir

FRAMKVÆMDASTJÓRI STAFRÆNNAR ÞRÓUNAR
Guðný Helga Herbertsdóttir hefur verið markaðsstjóri VÍS frá 2016. Hún er með BSc gráðu í viðskiptum frá Háskóla Íslands og meistaragráðu frá Viðskiptaháskólanum í Árósum.
„Við viljum vera traust bakland viðskiptavina okkar í þeirri óvissu sem lífið býður upp á. Það er kjarninn í okkar starfsemi.“

Ólafur Lúther Einarsson

FRAMKVÆMDASTJÓRI KJARNASTARFSEMI
Ólafur Lúther Einarsson hefur verið forstöðumaður lögfræðiráðgjafar hjá VÍS frá 2010 en hóf störf hjá félaginu 2001. Hann er cand. jur. frá Háskóla Íslands og löggiltur verðbréfamiðlari.
„Góð þjónusta snýst um að setja sig í spor viðskiptavina okkar og reyna að skilja það sem skiptir þá mestu máli.“

Hafdís Hansdóttir

FRAMKVÆMDASTJÓRI ÞJÓNUSTU
Hafdís Hansdóttir starfaði áður sem svæðisstjóri útibúa Arion banka á höfuðborgarsvæðinu. Hafdís er með BA gráðu í félags- og fjölmiðlafræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í kvennafræðum frá Lancaster University.
„Góður rekstur stendur og fellur með öflugu starfsfólki og góðri liðsheild.“

Anna Rós Ívarsdóttir

MANNAUÐSSTJÓRI
Anna Rós Ívarsdóttir hefur verið mannauðsstjóri VÍS frá árinu 2006. Hún er með BA gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands.