Lykilferlar

LykilferlarFjórir lykilferlar félagsins voru skilgreindir á árinu. Þeim er ætlað að vera verkfæri til að ná þeim áherslum sem birtast í stefnu félagsins. Ábyrgðarmaður var útnefndur fyrir hvern lykilferil og hugarflug tekið um þarfir, tækifæri og umbætur. Lykilverkefni voru svo mótuð í kjölfarið. Lykilferlarnir eru:Þróa mannauð

Ferillinn spannar vegferð starfsfólks hjá VÍS frá því þörf verður til fyrir starfskraft til starfsloka. Hann felur í sér umgjörð varðandi ráðningu starfsfólks, móttöku nýliða, starfsþróun, frammistöðustjórnun og starfslok. 


Viðskiptavinur kemur í viðskipti

Frá því áhugi viðskiptavinar vaknar þar til hann er kominn í viðskipti til VÍS. Ferillinn felur m.a. í sér markaðssetningu, vöruþróun, greiningu á þörfum viðskiptavina og ráðgjöf, tilboðsgerð, úrvinnslu, áhættumat og útgáfu trygginga. 


Halda viðskiptasambandi

Ferillinn veitir umgjörð utan um þjónustu og snertingar viðskiptavina við VÍS á meðan þeir eru í viðskiptum. Ferillinn felur í sér móttöku viðskiptavina, þjónustu vegna innheimtu, frumkvæði í samskiptum við viðskiptavini, endurnýjun trygginga og þjónustu vegna uppsagna. 


Viðskiptavinur verður fyrir tjóni

Ferillinn heldur utan um þjónustu VÍS við viðskiptavini frá því þeir tilkynna tjón þar til lokið hefur verið við afgreiðslu vegna tjónsins. Þetta felur í sér móttöku og skráningu tjónstilkynninga, yfirferð viðeigandi gagna, matsferli, ákvörðun um bótaskyldu og bótafjárhæð, greiðslu bóta sem og viðeigandi þjónustu og upplýsingagjöf til viðskiptavina á meðan ferlinum stendur.