Stefnan

Stefnuhringurinn

Umfangsmikið stefnumótunarstarf fór fram hjá félaginu á árinu með það að markmiði einfalda stefnuna og setja viðskiptavini í forgrunn. Hjá VÍS er lögð rík áhersla á að byggja upp traust samband við viðskiptavini félagsins til langs tíma. Stöðugt er unnið að því að bæta upplifun viðskiptavina með einfaldri og áreynslulausri þjónustu þar sem stóraukið vægi er lagt á stafrænar þjónustuleiðir. Þetta er gert með traustri samvinnu öflugrar liðsheildar sem starfar hjá VÍS.

Stefnuhringurinn sýnir hvernig hlutverk, gildi og lykiláherslur tengjast og byggja upp stefnuna.

Skipuritið styður við stefnuna

Nýju skipuriti félagsins, sem tekið var í notkun samhliða skipulagsbreytingum í september, er ætlað að styðja við stefnu félagsins og tryggja að áherslur hennar nái fram að gangi í daglegri starfsemi. Til dæmis er meiri áhersla lögð á að upplifun viðskiptavina af þjónustu sé samræmd og skipulögð. Stafræn þróun fékk aukið vægi í starfseminni svo nýjungar sem auðvelda og einfalda viðskiptavinum að eiga viðskipti við VÍS fá örugglega það fjármagn tíma og mannafla sem til þarf. Þá er mikil áhersla lögð á samvinnu á milli sviða. Allir lykilferlar félagsins renna í gegn um öll sviðin og treysta því á að starfsmenn alls staðar að úr félaginu vinnu stöðugt saman að umbótum og einföldun allra þátta í starfseminni.

Gildin okkar

Umhyggja

  • Okkur er annt um velferð viðskiptavina, starfsmanna og samfélagsins í heild.
  • Við hlustum og sýnum virðingu og hluttekningu í samskiptum.
  • Með öflugum forvörnum aukum við öryggi og velferð.

Fagmennska

  • Vinnubrögð okkar eru samræmd og vönduð.
  • Við leitum ávallt leiða til að gera betur.
  • Við greinum þarfir, hlustum, spyrjum og klárum málin.
  • Starfsumhverfi okkar og viðmót endurspeglar fagmennsku okkar.

Árangur

  • Við viljum ávallt vera fremst í því sem við tökum okkur fyrir hendur.
  • Við vinnum saman að mælanlegum metnaðarfullum markmiðum til hagsbóta fyrir VÍS, viðskiptavini og samfélagið.
  • Við hrósum, höfum gaman í vinnunni og fögnum stórum og smáum sigrum.
  • Við höfum hugrekki til að framkvæma á okkar eigin forsendum.