Fæðingarár: 1977
Menntun: Svanhildur lauk B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 1999 og M.S. í alþjóðaviðskiptum og markaðsfræði frá Háskóla Íslands 2003 (skiptinám við Copenhagen Business School). Svanhildur er með próf í verðbréfamiðlun frá árinu 2001.
Aðalstarf: Fjárfestir
Starfsreynsla:
Eigin fjárfestingar frá 2007 til dagsins í dag, framkvæmdastjóri fjárstýringar Straums fjárfestingarbanka 2005-2007, forstöðumaður fjármögnunar hjá Kaupþingi 2002-2005, forstöðumaður netviðskipta Íslandsbanka FBA 2000-2002, sérfræðingur í markaðsviðskiptum hjá Fjárfestingabanka atvinnulífsins 1999-2000.
Stjórnarseta: K2B fjárfestingar ehf. (stjórnarmaður), Hedda eignarhaldsfélag ehf. (varamaður), og BBL II ehf. (meðstjórnandi), Ígló ehf. (stjórnarformaður).
Hlutafjáreign í VÍS og óhæði: Svanhildur á ásamt eiginmanni sínum Guðmundi Þórðarsyni um 6,8 % hlut í VÍS gegnum K2B fjárfestingar ehf. og Heddu eignarhaldsfélag ehf. Svanhildur telst óháð VÍS.
Engin hagsmunatengsl eru við samkeppnisaðila VÍS.
Fæðingarár: 1972
Menntun: Cand. Jur. í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1997 og fékk héraðsdómslögmannsréttindi 2003. Próf í verðbréfaviðskiptum frá árinu 2001.
Aðalstarf: Lögmaður og ráðgjafi hjá Strategíu ehf.
Starfsreynsla: Lögfræði- og lögmannsstörf á innlendum og erlendum fjármálamörkuðum frá 1996 - 2011, sjálfstætt starfandi lögmaður og ráðgjafi frá 2011 hjá Lixia lögmannsstofu og meðeigandi og ráðgjafi hjá Strategíu frá 2014.
Stjórnarseta: Festi hf. (meðstjórnandi), Krónan ehf. ( meðstjórnandi), WOW air ehf. (meðstjórnandi), Greiðsluveitan ehf. (meðstjórnandi), Meniga Ltd. (non-executive director), CFA ehf. (meðstjórnandi), Líftryggingafélag Íslands hf. (varamaður).
Hlutafjáreign í VÍS og óhæði: Helga á enga hluti í VÍS og telst óháð félaginu. Engin hagsmunatengsl eru við samkeppnisaðila VÍS.
Fæðingarár: 1968
Menntun: B.A. í hagfræði. Próf í verðbréfaviðskiptum frá árinu 1998. Registered Person Exam SFA London, 2001 (sambærilegt og próf í verðbréfaviðskiptum). Ýmis fagtengd námskeið og fyrirlestrar bæði hér á landi, í London, Lúxemborg og víðar í fjármálum, stjórnun, markaðsmálum og fleiru.
Aðalstarf: Framkvæmdastjóri Civitas ehf. Fjárfestingar og fjárfestingaumsjón.
Starfsreynsla: Forstöðumaður viðskiptaþróunar og sérfræðingur í fyrirtækjaráðgjöf hjá Virðingu hf. 2011-2017, framkvæmdastjóri rekstrarfélags Virðingar hf. 2010-2011, framkvæmdastjóri Quantum consulting 2008-2010, forstöðumaður hjá VBS fjárfestingabanka 2004-2007, forstöðumaður einkabankaþjónustu Heritable Bank 2001-2003.
Stjórnarseta: Kjölfesta slhf. (meðstjórnandi), Veðskuld slhf. (meðstjórnandi) og Kjölfesta GP ehf. (meðstjórnandi).
Hlutafjáreign í VÍS og óhæði: Valdimar á enga hluti í VÍS og telst óháður VÍS. Engin hagsmunatengsl eru við samkeppnisaðila VÍS
Fæðingarár: 1975
Menntun: Stúdentspróf frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ.
Aðalstarf: Framkvæmdastjóri Sparnaðar ehf.
Starfsreynsla: Framkvæmdastjórn og stofnun ýmissa félaga s.s. Sparnaðar ehf. og Premium ehf. Hefur starfað í vátrygginga- og lífeyrisstarfsemi frá árinu 1999 til dagsins í dag.
Stjórnarseta: Premium ehf. (stjórnarformaður), Óskabein ehf. (stjórnarformaður), Sparnaður ehf. (meðstjórnandi), Garðatorg 7 ehf. (stjórnarmaður), Geda ehf. (stjórnarmaður).
Hlutafjáreign í VÍS og óhæði: Gestur á um 2,7% hlut í VÍS í gegnum félagið Óskabein og telst óháður VÍS.
Engin hagsmunatengsl eru við samkeppnisaðila VÍS.