Stjórn VÍS

Stjórnarformaður:

Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir


Fæðingarár: 1977 

Menntun: Svanhildur lauk B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 1999 og M.S. í alþjóðaviðskiptum og markaðsfræði frá Háskóla Íslands 2003 (skiptinám við Copenhagen Business School). Svanhildur er með próf í verðbréfamiðlun frá árinu 2001. 

Aðalstarf: Fjárfestir

 

Starfsreynsla: 

Eigin fjárfestingar frá 2007 til dagsins í dag, framkvæmdastjóri fjárstýringar Straums fjárfestingarbanka 2005-2007, forstöðumaður fjármögnunar hjá Kaupþingi 2002-2005, forstöðumaður netviðskipta Íslandsbanka FBA 2000-2002, sérfræðingur í markaðsviðskiptum hjá Fjárfestingabanka atvinnulífsins 1999-2000. 

Stjórnarseta: K2B fjárfestingar ehf. (stjórnarmaður), Hedda eignarhaldsfélag ehf. (varamaður), og BBL II ehf. (meðstjórnandi), Ígló ehf. (stjórnarformaður). 

Hlutafjáreign í VÍS og óhæði: Svanhildur á ásamt eiginmanni sínum Guðmundi Þórðarsyni um 6,8 % hlut í VÍS gegnum K2B fjárfestingar ehf. og Heddu eignarhaldsfélag ehf. Svanhildur telst óháð VÍS. 

Engin hagsmunatengsl eru við samkeppnisaðila VÍS.

Varaformaður stjórnar:

Helga Hlín Hákonardóttir


Fæðingarár: 1972 

Menntun: Cand. Jur. í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1997 og fékk héraðsdómslögmannsréttindi 2003. Próf í verðbréfaviðskiptum frá árinu 2001. 

Aðalstarf: Lögmaður og ráðgjafi hjá Strategíu ehf. 

Starfsreynsla: Lögfræði- og lögmannsstörf á innlendum og erlendum fjármálamörkuðum frá 1996 - 2011, sjálfstætt starfandi lögmaður og ráðgjafi frá 2011 hjá Lixia lögmannsstofu og meðeigandi og ráðgjafi hjá Strategíu frá 2014. 

Stjórnarseta: Festi hf. (meðstjórnandi), Krónan ehf. ( meðstjórnandi), WOW air ehf. (meðstjórnandi), Greiðsluveitan ehf. (meðstjórnandi), Meniga Ltd. (non-executive director), CFA ehf. (meðstjórnandi), Líftryggingafélag Íslands hf. (varamaður).

Hlutafjáreign í VÍS og óhæði: Helga á enga hluti í VÍS og telst óháð félaginu. Engin hagsmunatengsl eru við samkeppnisaðila VÍS.

Stjórnarmaður:

Valdimar Svavarsson

Fæðingarár: 1968 

Menntun: B.A. í hagfræði. Próf í verðbréfaviðskiptum frá árinu 1998. Registered Person Exam SFA London, 2001 (sambærilegt og próf í verðbréfaviðskiptum). Ýmis fagtengd námskeið og fyrirlestrar bæði hér á landi, í London, Lúxemborg og víðar í fjármálum, stjórnun, markaðsmálum og fleiru. 

Aðalstarf: Framkvæmdastjóri Civitas ehf. Fjárfestingar og fjárfestingaumsjón. 

Starfsreynsla: Forstöðumaður viðskiptaþróunar og sérfræðingur í fyrirtækjaráðgjöf hjá Virðingu hf. 2011-2017, framkvæmdastjóri rekstrarfélags Virðingar hf. 2010-2011, framkvæmdastjóri Quantum consulting 2008-2010, forstöðumaður hjá VBS fjárfestingabanka 2004-2007, forstöðumaður einkabankaþjónustu Heritable Bank 2001-2003. 

Stjórnarseta: Kjölfesta slhf. (meðstjórnandi), Veðskuld slhf. (meðstjórnandi) og Kjölfesta GP ehf. (meðstjórnandi). 

Hlutafjáreign í VÍS og óhæði: Valdimar á enga hluti í VÍS og telst óháður VÍS. Engin hagsmunatengsl eru við samkeppnisaðila VÍS

Stjórnarmaður:

Gestur Breiðfjörð Gestsson



Fæðingarár: 1975 

Menntun: Stúdentspróf frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. 

Aðalstarf: Framkvæmdastjóri Sparnaðar ehf. 

Starfsreynsla: Framkvæmdastjórn og stofnun ýmissa félaga s.s. Sparnaðar ehf. og Premium ehf. Hefur starfað í vátrygginga- og lífeyrisstarfsemi frá árinu 1999 til dagsins í dag. 

Stjórnarseta: Premium ehf. (stjórnarformaður), Óskabein ehf. (stjórnarformaður), Sparnaður ehf. (meðstjórnandi), Garðatorg 7 ehf. (stjórnarmaður), Geda ehf. (stjórnarmaður). 

Hlutafjáreign í VÍS og óhæði: Gestur á um 2,7% hlut í VÍS í gegnum félagið Óskabein og telst óháður VÍS. 

Engin hagsmunatengsl eru við samkeppnisaðila VÍS.

Corporate Governance (G)

Flokkur
Niðurstöður
Eining
G1
Kynjahlutall stjórnar
Sjá nánar
%
50/50
Í stjórn VÍS sitja tveir karlar og tvær konur. Hlutfallið er 50% / 50%
G2
Hæði stjórnar
Sjá nánar
%
0
Allir stjórnarmenn eru skilgreindir óháðir félaginu.
G3
Kaupaukar
Sjá nánar
Nei
Í þessum lið er til skoðunar hvort stjórnarmenn VÍS fái umbun byggða á ESG frammistöðu. Ekkert slíkt kerfi er við lýði
G4
Starfsmenn í verkalýðsfélögum
Sjá nánar
%
91
Í þessum lið er til skoðunar hversu stórt hlutfall starfsmanna VÍS er í verkalýðsfélögum. Í árslok 2017 voru alls 206 fastráðnir starfs-menn hjá félaginu. 187 starfsmenn greiddu í verkalýðsfélög. Það er 91% starfsmanna.
G5
Birgjamat
Sjá nánar
Nei
Slík stefna er ekki til hjá félaginu.
G6
Siðareglur
Sjá nánar
Í þessum lið er til skoðunar hvort VÍS eigi og fari eftir siðareglum og reglum gegn spillingu. VÍS hefur samið og samþykkt siðasátt-mála. vis.is/media/1542/sidasattmali-vis.pdf
G7
Gagnaöryggi
Sjá nánar
Nei
Stefna um gagnaöryggi og persónuvernd er í smíðum og verður birt á árinu 2018. VÍS hefur samþykkta stefnu um upplýsingaöryggi en hún hefur ekki verið birt opinberlega.
G8
Skýrsla um sjálfbærni
Sjá nánar
Nei
VÍS birtir ekki slíka skýrslu.
G9
Afending upplýsinga um sjálfbærni
Sjá nánar
Nei
VÍS afhendir ekki slíkar upplýsingar.
G10
ESG vottun (E/S/G)
Sjá nánar
-
Já/Nei/Nei
Í þessum lið er til skoðunar hvort utanaðkomandi aðilar votti þær upplýsingar sem veittar eru í þessari skýrslu. S-kafli og G-kafli voru unnir af starfsmönnum VÍS og hafa ekki verið vottaðir. E-kafli skýrslunnar var unninn af ráðgjöfum frá Circular Solutions og er það mat þeirra að niðurstöður þeirra gefi greinargóða mynd af umhverfisáhrifum af rekstri VÍS.